Nýjast á Local Suðurnes

Skólamatur fékk óvænta heimsókn – Nýupptekið grænmeti á borðum grunnskólabarna

Skólamatur fékk heldur skemmtilega heimsókn í vikunni, þegar starfsmenn frá Sólheimum í Grímsnesi litu í óvænta heimsókn á Suðurnesin, en þeir komu færandi hendi með mikið magn af nýuppteknu grænmeti.

Fyrirtækið þjónustar sem kunnugt er grunnskólabörn á Suðurnesjum með hádegismat og fengu börnin í Gerðaskóla í Garði að njóta hins nýupptekna grænmetis við góðar undirtektir.