Nýjast á Local Suðurnes

Starfsemi United Silicon stöðvuð

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ákveðið að stöðva rekst­ur United Silicon. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem stofnunin sendi til fjöl­miðla í kvöld.

Um­hverf­is­stofn­un til­kynnti United Silicon, bréflega, í síðustu viku að hún áformaði að stöðva starf­semi kís­il­vers­ins ef annaðhvort afl ljós­boga­ofns verk­smiðjunn­ar færi niður fyr­ir 10 MW eða stöðvaðist í klukku­stund eða meira, þó eigi síðar en 10. sept­em­ber. Ekki yrði þá heim­ilt að end­ur­ræsa ofn­inn nema með skrif­legri heim­ild að lokn­um end­ur­bót­um og mati á þeim.

„Stofn­un­in tel­ur ekki viðun­andi að íbú­ar í ná­grenni verk­smiðjunn­ar búi við þau veru­legu óþæg­indi sem rekst­ur verk­smiðjunn­ar hef­ur í för með sér.“ Segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar.

Í ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar kem­ur fram að rekst­ur kís­il­vers­ins hafi í för með sér veru­leg óþæg­indi fyr­ir íbúa í nán­asta um­hverfi verk­smiðjunn­ar. Einnig hafi borist kvart­an­ir frá starfs­mönn­um annarra fyr­ir­tækja á iðnaðarsvæðinu.