Nýjast á Local Suðurnes

Stöðva rekstur USi – Fyrirtækið undirbýr upptöku umhverfisstjórnunarstaðla

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Ekki verður ekki heim­ilt að gang­setja ljós­boga­ofn verk­smiðju United Silicon í Helguvík nema að fengnu leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar til frek­ari grein­ing­ar á lykt­ar­meng­un. Stöðvunin varir þar til niðurstöður varðandi lyktarmengun frá verksmiðjunni liggja fyrir og nægjanlegar úrbætur hafa verið framkvæmdar að mati stofnunarinnar. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi fyrirtækinu í gær og birt er í heild sinni á vef mbl.is.

Í bréfinu kemur einnig fram að já­kvæð þróun hafi orðið varðandi ráðstaf­an­ir þeirra sem ann­ast rekst­ur verk­smiðjunn­ar varðandi grein­ingu og leiðir til úr­bóta. Þá kemur fram í bréfinu að fyrirtækið hafi hafið undirbúning að upptöku ISO 9001 gæðastaðalsins og ISO 14001 umhvefisstjórnunarstaðalsins.

Um­hverf­is­stofn­un mun veita heim­ild til upp­keyrslu á ­ofni verk­smiðjunn­ar vegna frek­ari grein­ing­ar á or­sök­um lykt­ar­meng­un­ar og mati á mögu­leg­um úr­bót­um, en það leyfi er háð því að hagstæðar vindáttir verði ríkjandi og íbúum tilkynnt um uppkeyrslu með góðum fyrirvara.