Nýjast á Local Suðurnes

Tíu teknir fyrir að aka of hratt – Pyngjan léttist verulega hjá einum ökumanni

Tíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 150 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þess ökumanns bíður 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum og einn ökumaður var með alla hjólbarða á nöglum undir bifreið sinni.

Loks voru sex ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum áfengis.