Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur leikur um sæti í 3. deild og Grindavíkurstúlkur komust áfram

Grindavík tryggði sér síðasta plássið í undanúrslitunum í 1. deild kvenna, en liðið vann 1-0 sigur gegn Augnabliki í gær.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og spennan var mikil allt til enda í gær. Sigurmark Grindavíkur skoraði Sashana Carolyn Campbell á síðustu mínútum leiksins og tryggði Grindavík áfram. Grindavík mætir mætir ÍA í undanúrslitunum.

Þróttur í Vogum tapaði síðari leik sínum gegn liði Hvíta Riddarans í undanúrslitunum í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1-3. Vogamenn leika þó um laus sæti í 3. deild því þeir unnu fyrri leik liðanna 4-0.