Nýjast á Local Suðurnes

Á fimmta tug krakka taka þátt í hæfileikamótun KSÍ á Suðurnesjum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður á Suðurnesjum föstudaginn 11.janúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Grindavík og mun Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður hæfileikamótunar N1 og KSÍ, stýra þeim.

Á fimmta tug drengja og stúlkna frá Suðurnesjafélögunum Grindavík, Keflavík,  Njarðvík, Reyni/Víði og RKV (Reynir/Keflavík/Víðir) munu taka þátt í æfingunum.

Markmið Hæfileikamótunar KSÍ er meðal annars að fylgjast betur með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar auk þess að huga að hugsunarhætti þjálfara og umræðu um leikmenn í aldursflokknum.