Nýjast á Local Suðurnes

Bifhjólafólk með hópakstur um Hafnargötu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bifhjólasamtökin Ernir standa fyrir hópakstri um Hafnargötu í dag, en hópurinn mun safnast saman á planinu hjá ÓB í Njarðvík klukkan 13:00 þar sem Olís býður upp á grillaðar pylsur og drykki.

Klukkan 14:00 mun hópurinn svo hjóla saman í Garð og Sandgerði og komið aftur á planið hjá ÓB þar sem undirbúinn verður hópakstur um Hafnargötuna, sem hefst klukkan 15:00, en ekið verður frá ÓB um Njarðarbraut og Hafnargötu og hjólum lagt á SBK planinu þar sem hjólin verða höfð til sýnis.