Ásta Katrín hlaut Hvatabikar Íþróttasambands fatlaðra
Ásta Katrín Helgadóttir hlaut í gær hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra, en hún hefur í áratugi starfað með ÍF að fjölmörgum verkefnum. Ásta Katrín hlýtur Hvatabikarinn fyrir sérverkefni sem tengist leikskólastarfi og hreyfiþjálfun barna.
Ásta Katrín hefur meðal annars aðstoðað framkvæmdastjóra Special Olympics á Íslandi við kynningarstarf á landsvísu, skipulagt verklega sýnikennslu á YAP kynningardögum og kynnt árangursríka aðferðafræði innleiðingar í heilsuleikskólanum Skógarási. Þar hafa öll börnin notið góðs af en sérstakur markhópur hefur verið börn með slaka hreyfifærni, hegðunarvandkvæði, hreyfivirkni eða ADHD og einnig nemendur sem eru t.d. óöruggir eða tvítyngdir.