Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar skrifa undir samning við 16 ára markvörð

Njarðvíkingar hafa skrifað undir samning við 16 ára gamlan markvörð, Brynjar Atla Bragason. Brynjar sem var nýlega valinn í U-17 ára landslið Íslands, sem tekur þátt í móti á vegum UEFA í sumar, kemur upp í meistaraflokk úr yngri flokka starfi félagsins.

Brynjar Atli hefur tekið þátt í undirbúningstímabilinu af fullum krafti og þótt standa sig með miklum ágætum. Þá hefur Brynjar, sem er eins og áður segir aðeins 16 ára gamall einnig verið valinn til þátttöku í verkefnum á vegum U-16 landsliðsins í körfuknattleik.