Nýjast á Local Suðurnes

Brynjar Gestsson tekur við Þrótti Vogum – Á að efla uppeldis- og afreksstarfið

Brynjar Gestsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Þróttar Vogum og meistaraflokks Þróttar. Brynjar er 42. ára hefur lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun og er íþróttafræðingur.

Brynjar hefur mikla reynslu í þjálfun, hefur meðal annars þjálfað hjá Fjarðabyggð, Víði, ÍR, Þrótti R, Huginn, auk þess að hafa leikið með meistaraflokki FH, Hauka og fleiri liðum. Brynjar sem er uppalinn FH-ingur starfaði síðast hjá Þrótti Reykjavík þar sem hann var yfirþjálfari yngriflokka og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Þróttar.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Þróttur hafi undanfarið leitað leiða til styrkja og efla starfsemi yngri flokka félagsins. Brynjar mun sinna þjálfun og skipulagi yngri flokkanna ásamt þjálfun meistaraflokks karla. Helstu verkefni Brynjars verður að móta starfið til framtíðar. Efla uppeldis- og afreksstarfið hjá yngriflokkunum.

Uppbygging yngri flokkanna er fjöregg félagsins og ráðning þessi staðfestir að félagið ætlar sér stærri hluti á komandi árum.