Nýjast á Local Suðurnes

Guðrún María verðlaunuð fyrir friðarteikningu

Nemendur í 7. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í Lions International Friðar veggspjaldkeppninni. Keppnin sem var fyrst haldin árið 1988 hefur það markmið að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimisfrið og miðla framtíðarsýn sinni til til umheimsins.

Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Þema ársins í ár var: Leiðbeinum með samkennd, eflum þolinmæði og skilning meðal þjóða heims.

Í Njarðvíkurskóla sigraði Guðrún María Geirdal skólakeppnina og var verkið hennar sent í landskeppni. Verk Guðrúnar Maríu var síðan í framhaldi valið sem verðlaunaverk landsins í heimskeppni Lions og verður það sent til Bandaríkjanna í lokakeppni þar sem verk nemenda víðsvegar úr heiminum keppa um úrslitaverkið.