Nýjast á Local Suðurnes

Kára Jóns áskorunin ekkert mál fyrir Hermann Inga – Myndband!

Kári Jónsson skoraði líklega einhverja glæsilegustu körfu Íslandssögunnar þegar Haukar lögðu Keflvíkinga að velli í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar í körfuknattleik á dögunum, en síðan þá hafa fjölmargir reynt við sama skotið en afar fáum hefur tekist að leika það eftir.

Það gerði hins vegar Njarðvíkingurinn Hermann Ingi Harðarson Sanders og það með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan: