Nýjast á Local Suðurnes

Minningarkvöld í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Minningarstund verður haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja annað kvöld, fimmtudaginn 19. janúar klukkan 20, vegna andláts Ölmu Þallar Ólafsdóttur, sem lést í bílslysi á Grindarvíkurvegi þann 12. janúar síðastliðinn.

“Elsku FS-ingar, við misstum unga fallega sál frá okkur á dögunum og þess vegna langar okkur að halda minningarathöfn uppí skóla fyrir Ölmu Þöll á fimmtudaginn kl 20:00.” Segir á Facebook-síðu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þá minna FS-ingar á söfnun sem er í gangi til styrktar fjölskyldu Ölmu Þallar og vona að sem flestir sjái sér fært að leggja inn og eiga þátt í að létta undir með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Reikningsnúmerið er: 0143-05-060699 og Kt. 111167-5409.