Nýjast á Local Suðurnes

Vilja bjóða út rekstur heilsugæslu – Ættu að vera þrjár stöðvar á Suðurnesjum

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem Alþingi álykt­ar að heil­brigðisráðherra feli Sjúkra­trygg­ing­um Íslands að bjóða út rekst­ur heilsu­gæslu á Suður­nesj­um. Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, er fyrsti flutn­ings­maður til­lögunnar.

Í grein­ar­gerð þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar seg­ir að reynsl­an af einka­rekn­um heilsu­gæslu­stöðvum hafi verið góð og að þær njóti al­mennt meira trausts. 

Á Suður­nesj­um er nú ein heilsu­gæsla og ein bráðamót­taka en um 30 þúsund íbú­ar eru á þjón­ustu­svæði Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja (HSS). Bent er á að al­mennt sé miðað við að baki hverr­ar heilsu­gæslu­stöðvar séu 12 þúsund íbú­ar. Því ættu að vera þrjár heilsu­gæslu­stöðvar á Suður­nesj­um.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins telja því mik­il­vægt að bjóða út rekst­ur­inn á ann­arri heilsu­gæslu­stöð sem fyrst og tryggja að heim­il­is­lækn­um standi einnig til boða að reka eig­in þjón­ustu eins og aðrir sér­fræðilækn­ar hafa kost á. Með því verði auðveld­ara að fá heim­il­is­lækna til­starfa á Suður­nesj­um, að því er segir á vef Morgunblaðsins, sem fjallar um málið.