Nýjast á Local Suðurnes

Vísbendingar um kvikusöfnun

Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð. Þetta kemur fram í yfirlitsgrein á vef Veðurstofu Íslands um þróun mála á Reykjanesskaga.

„Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 5.400 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði, þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn,“ segir í greininni.

Gosinu við Fagradalsfjall lauk um miðjan september síðastliðið haust. Í greininni segir að mikilvægt sé að vakta áfram virkni á skaganum.