Nýjast á Local Suðurnes

Opna bókhald Reykjanesbæjar – Ekki hægt að skoða einstaka reikninga

Reykjanesbær hefur sett upp veflausn sem gerir íbúum kleift að finna upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins. Kerfið verður tekið í notkun þann 1. september næstkomandi, en með hinu nýja kerfi, sem verður aðgengilegt á vef sveitarfélagsins, Reykjanesbær.is, verður hægt að skoða útgjöld stjórnsýslunnar, einstakra stofnana og deilda. Ekki verður þó hægt að skoða einstaka reikninga en í opnu bókhaldi Reykjanesbæjar verður hægt að skoða tvo flokka, tekjur og gjöld.

Kópavogsbær opnaði bókhald bæjarins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins á síðasta ári, en þar er að finna upplýsingar um færslur undanfarinna þriggja ára, þar á meðal einstaka reikninga einstakra deilda.