Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík tekur á móti Þór Þ. – Ágóði af miðasölu rennur til Fjölskylduhjálpar og Unicef

Njarðvíkingar táka á móti lærisveinum Einars Árna Jóhannssonar í Þór Þorlákshöfn í kvöld í Dominos-deild karla í körfuknattleik, en um er að ræða síðassta leik liðanna fyrir jól. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að allur ágóði miðasölu á leikinn í kvöld muni renna til Fjölskylduhjálpar Íslands og Neyðarsöfnunar Unicef fyrir börn í Sýrlandi!

Njarðvíkingar hvetja alla til þess að leggja leið sína í Ljónagryfjuna í kvöld og styðja vel við bakið á Njarðvík í baráttunni um tvö dýrmæt stig og um leið styrkja góð og þörf málefni en sem fyrr segir mun ágóða miðasölunnar verða skipt bróðurlega á milli Fjölskylduhjálpar Íslands og Neyðarsöfnunar Unicef.