Nýjast á Local Suðurnes

Costco opnar á þriðjudag – Leigðu þér sendibíl!

Markaðsmenn eru snöggir að grípa góðar hugmyndir á lofti og eina slíka fengu menn hjá sendibílaleigunni Thrifty í Reykjanesbæ. Þar á bæ bjóða menn nú sendibíla til leigu fyrir verslunaróða Suðurnesjamenn sem vilja skjótast í Costco, þegar verslunin opnar á þriðjudag.

Sendibílar fyrirtækisins eru í ýmsum stærðum og þeir allra hörðustu geta leigt bíl sem tekur allt að 10 rúmmetra og ber 1 og hálft tonn.