Nýjast á Local Suðurnes

Stálu verkjalyfjum og rótuðu í vistarverum skipverja

Brotist var inn í bát í Grindavíkurhöfn í vikunni og lyfjum stolið. Rúða stjórnborðsmegin hafði verið brotin með slaghamri og fleiri tólum og sá eða þeir sem þar voru að verki komist inn með þeim hætti.

Úr lyfjaskáp bátsins hafði verið tekið eitthvert magn af verkjalyfjum og einnig var farið inn í klefa skipverja og rótað þar til. Ekki er ljóst hvort einhverju fleiru en verkjalyfjunum var stolið en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið