Nýjast á Local Suðurnes

Opna gönguleið frá Vigdísarvöllum

Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag. Ekkert viðbragð frá lögreglu eða björgunarsveitum verður á þeirri leið.

Vigdísarvallarleiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi og þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. Lögregla og björgunarsveitir verða ekki við eftirlit á þeirri leið, en það verður endurskoðað ef þurfa þykir.

„Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við vísi.is í morgun.