Nýjast á Local Suðurnes

Ganga Stapagötuna undir leiðsögn Rannveigar Garðars. – Gönguleið með athyglisverða sögu

Ferðamálasamtök Reykjaness ætla að bjóða bæjarbúum og öðrum áhugasömum í gönguferð um Stapagötuna sem liggur á milli innri- Njarðvíkur og Voga undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. Um er að ræða áhugaverða gönguleið með skemmtilega sögu, en haldið verður af stað þann 8. júní næstkomandi klukkan 19.

Gönguleiðin er um 8 km löng og er vel greinanleg í landslaginu, hún er ein af fáum þjóðleiðum sem er enn greinanleg í þéttbýli það má auðveldlega fylgja henni í gegnum innri Njarðvík. Áður enn Keflavíkurvegurinn var lagður árið 1912 var þessi leið gengin ef fólk átti erindi til Höfuðborgarsvæðisins og öfugt og tók það tólf klukkustundir að ganga á milli þessara staða.

Á meðan á göngunni stendur verða sagðar sögur af álfum, huldufólki og draugum í gönguferðinni. Lagt verður af stað frá Vesturbraut 12, kl 19.00 með rútu. Ókeypis er í gönguna og allir velkomnir að taka þátt.

Nánari upplýsingar má finna hér.