Vantar klósett fyrir golfara
Beiðni Golfklúbbs Suðurnesja um tímabundin afnot af gömlu slökkvistöðinni í Reykjanesbæ, sem nýta á til inniæfinga hefur verið vísað til umhverfissviðs Reykjanesbæjar af bæjarráði.
Beiðnin var upphaflega send íþrotta- og tómstundaráði, en málið er nú í höndum umhverfissviðs þar sem bæta þarf salernisaðstöðu í húsnæðinu. Bæjarráð hefur því óskað eftir kostnaðaráætlun vegna salerna sem þarf að bæta við svo hægt sé nýta aðstöðuna.