Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar fá að velja nöfn á nýjar götur

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar leitar til bæjarbúa um tillögur að nýjum götunöfnum í nýtt hverfi, Dalshverfi III.

Götunöfnin verða níu talsins en einnig þarf nafn á hverfistorgið. En við torgið verður endastöð strætó og leikskóli. Ekkert hámark eða lágmark er á fjölda tillagna og ekki þarf, þó heimilt sé, að tileinka einstökum götum nöfnin.

Skilyrðin eru að ending götunafna sé dalur og nöfnin séu hverfinu til sóma. Óhætt er að vísa í þjóðsögur, ævintýri eða kennileiti og sögu svæðisins. En allar tillögur eru vel þegnar, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Sett verður saman valnefnd sem tekur saman álitlegustu nöfnin og verði fjöldi tillagna í samræmi við væntingar verður endanlegt val ákveðið með íbúakosningu. Veittar verða viðurkenningar fyrir valin nöfn.

Smelltu hér til að taka þátt í nafnaleiknum