Nýjast á Local Suðurnes

WOW-arar fá frítt að drekka

Fyrrum starfsmönnum WOW-air og þeim sem misst hafa vinnuna hjá Airport Associates í kjölfarið stendur ókeypis bjór til boða á skemmtistaðnum Paddy’s við Hafnargötu í kvöld.

Fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu staðarins að 150 bjórar standi starfsfólki WOW og Airport Associates sem misstu vinnuna til boða.