Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kviknaði við verksmiðju United Silicon í Helguvík

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Eldur kviknaði við verksmiðju United Silicon í Helguvík um kvöldmatarleitið og var slökkvilið kallað til. Eldurinn logaði í vörubrettum og tókst starfsmönnum kísilversins að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja slökktu í síðustu glæðunum.

Vísir.is hefur eftir varðstjóra Brunavarna Suðurnesja að eldurinn hafi verið minniháttar og telur hann útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða.