Keflavík í 8 liða úrslit eftir sigur í grannaslag
Keflvíkingar lögðu granna sína úr Njarðvík að velli í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfuknattleik í kvöld og tryggðu sér þannig sæti í 8-liða úrslitunum.
Leikurinn sem háður var í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga var hörku skemmtun, að vanda, en lokatölur leiksins voru 68-73, eftir að Njarðvík hafði leitt í hálfleik með tveimur stigum.