Nýjast á Local Suðurnes

Mæla ekki með friðlýsingu

Minjastofnun ákvað á fundi sínum í vikunni að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins.

Fram kemur í frétt Vísis að stofnunin meti það svo að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins.