Nýjast á Local Suðurnes

Búið að loka á vinstri beygju við Hafnaveg

Vegagerðin hefur lokað á vinstri beygju við Hafnaveg, en eftir að banaslys varð á gatnamótunum þann 7. júlí síðastliðinn, hefur verið mikill þrýstingur frá íbúum á Suðurnesjum á að lokað yrði fyrir beygjuna.

Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður með önnur gatnamót á Reykjanesbraut, en framkvæmdir við þau eru ekki á samgönguáætlun sem gildir til 2018 og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur ekki til að gera neinar miriháttar breytingar á þeim.