Nýjast á Local Suðurnes

Fóru hamförum í borðskreytingum á þorrablóti

Hefð hefur skapast fyrir því að skreyta borðin á Þorrablóti Grindvíkinga og ljóst að margir hafa lagt mikinn metnað í skreytingarnar, jafnvel má segja að sumir hafi farið hamförum. Heimasíða Grindavíkurbæjar fékk góðfúslegt leyfi nefndarinnar að taka myndir af salnum, en myndirnar má sjá hér.

Aldrei hafa fleiri verið við borðhald í íþróttahúsinu, segir á vef Grindavíkurbæjar og ljóst að um eftirsóttasta viðburð ársins er að ræða.