Nýjast á Local Suðurnes

Meirihlutinn féll í Reykjanesbæ

Sam­fylk­ing­in, Bein leið og Frjálst afl hafa tapað meiri­hluta sín­um í Reykjanesbæ, en flokkarnis fá sam­tals fimm menn kjörna af ell­efu sem skipa  bæj­ar­stjórn. Miðflokk­ur­inn fær mann inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bæt­ir við sig ein­um manni.

Sam­kvæmt loka­töl­um fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 22,9% og þrjá bæj­ar­full­trúa. Sam­fylk­ing­in fær 20,5% og einnig þrjá full­trúa. Fram­sókn er með 13,9% og tvo full­trúa. Bein leið er með 13,5% og einn full­trúa. Miðflokk­ur­inn fær 13,0% og einn full­trúa og Frjálst afl 8,3% og einn full­trúa.

Kjörsókn var dræm í sveitarfélaginu, en aðeins 57% skiluðu sér á kjörstað.  Alls greiddu 6.494 at­kvæði, en á kjör­skrá voru 11.400.