Nýjast á Local Suðurnes

Hverfahleðslustöðvar opnaðar við Stapaskóla

Tvær hverfahleðslustöðvar hafa verið opnaðar við Stapaskóla í Innri Njarðvík. Þar er hægt að hlaða fjórar bifreiðar samtímis og er þetta fjórða staðsetningin af þeim fjölmörgu sem væntanlegar eru í Reykjanesbæ.

Orka Náttúrunnar sér um rekstur stöðvanna og bendum við íbúum á að allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu þeirra eða í ON appinu. Í ON appinu má einnig sjá allar þær stöðvar sem eru komnar í gagnið ásamt hvar eru lausar stöðvar hverju sinni, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar um uppbyggingu á hverfahleðslum í Reykjanesbæ má finna hér.