Nýjast á Local Suðurnes

Friðrik Ingi tekur við Keflavík

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, en honum til aðstoðar verður Hjörtur Harðarson, sem þjálfað hefur liðið að undanförnu í fjarveru Sigurðar Ingimundarsonar sem hefur glímt við veikindi. Hjörtur mun áfram þjálfa unglingaflokk liðsins.

Friðrik hefur samið til tveggja ára og trúir stjórn Keflavíkur að reynsla hans og þekking komi til með að styrkja liðsheildina til muna, segir í tilkynningu.