Nýjast á Local Suðurnes

Ljósin tendruð á jólatrénu í Aðventugarðinum

Á fyrsta opnunardegi Aðventugarðsins í Reykjanesbæ, nú á laugardag, verða ljósin tendruð á jólatrénu í garðinum klukkan 14:30.

Það verða synir Grýlu og Leppalúða, sjálfir jólasveinarnir sem ætla að gera það eins og þeim er einum lagið. Það er upplagt að hefja daginn með því að taka þátt í Aðventugöngu sem hefst og endar í garðinum og vera svo viðstödd þegar ljósin á jólatrénu verða kveikt. Jólakofarnir verða á sínum stað og þar er hægt að festa kaup á skemmtilegum varningi, heitu súkkulaði og fleiru, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.