Nýjast á Local Suðurnes

Illa dekkjaðir haldi sig heima

Lögreglan á Suðurnesjum bendir þeim sem eru á leið til vinnu þessa stundina að talsverð ófærð er hingað og þangað um bæinn og bílar eru að festast um allan bæ og að búast megi við töfum vegna þessa.

Björgunarsveitir eru að boða út auka mannskap og Vegagerðin og starfsmenn Reykjanesbæjar eru á fullu við snjóruðning.

Þá beinir lögregla þeim tilmælum til þeirra sem eru illa dekkjaðir að fara ekki af stað strax.