Nýjast á Local Suðurnes

Of Monsters And Men hagnast um tugi milljóna – 250.000 miðar seldir á árinu

Hagnaður Skrímsl ehf, sem stofnað var í kringum hljómsveitina Of Monsters and Men, nam 37,8 milljónum á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var samþykktur á aðalfundi í lok apríl. Sveitin er nú á ferðalagi um Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni – Beneath the Skin. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Fram kemur í ársreikningi félagsins að fimm liðsmenn sveitarinnar eigi jafnan hlut í félaginu og að þeir hafi samþykkt að greiða sér 50 milljónir í arð á árinu. Eigið fé félagsins nemur um 111 milljónum.

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni sveitarinnar er ráðgert að sveitin komi fram á um 105 tónleikum á þessu ári og selji um 250 þúsund miða.