Nýjast á Local Suðurnes

OMAM og Ragnheiður Sara mest gúggluð

Mynd: Facebook DFC

Suðurnesjafólk er á lista yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu, en hljómsveitin Of Monsters and Men er í öðru sæti á listanum og crossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í því fimmta.

Of Monsters And Men var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og er sem fyrr segir í öðru sæti listans, töluvert á eftir hljómsveitinn Kaleo sem eru langmest gúggluðu Íslendingarnir, en leitað var að hljómsveitinnni á leitarvél Google í 3.616.000 skipti. Fjöldi fólks sem hafði áhuga á að vita hvað Ragnheiður Sara var að dunda sér við á árinu slagaði í hálfa milljón.