Nýjast á Local Suðurnes

Hilma og Sigurgestur til Reykjanesbæjar

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir hefur verið ráðinn verkefnisstjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ. Hilma  lauk félagsráðgjafanámi  B.A. árið 2006 með starfsréttindum frá Háskóla Íslands og diplómanámi í fjölmenningarfélagsráðgjöf 2009.

Hilma hefur starfað hjá Velferðarráðuneytinu frá árinu 2012 sem sérfræðingur í málefnum innflytjenda. Fyrir þann tíma starfaði hún sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og sinnti þar helst málefnum innflytjenda og flóttafólks. Hún hefur verið stundakennari við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands frá árinu 2010 og kom að stofnun fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa árið 2011.

Sigurgestur Guðlaugsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ.  Sigurgestur lýkur Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri nú í vor; með áherslu á stjórnun og markaðsfræði.

Síðastliðin 9 ár hefur Sigurgestur starfað sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (KADECO) og tekið virkan þátt í verkefnastjórnun, samningagerð, stefnumótun og þróun fyrrum varnarsvæðisins.