Sveindís ofarlega á lista yfir bestu félagaskiptin

Damallsvenskan Nyheter birti í dag lista yfir 25 bestu félagaskiptin fyrir tímabilið í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð og er Sveindís Jane Jónsdóttir á meðal þeirra efstu á lista.
Sveindís Jane er á lánssamningi hjá Kristianstad frá þýska stórliðinu Wolfsburg. Hin 19 ára gamla Sveindís Jane var besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra er hún varð Íslandsmeistari með Breiðablik, á lánssamningi frá Keflavík.
„Hún er með gríðarlega hæfileika og hún verður mikilvæg fyrir félagið sem náði stórkostlegum árangri á síðustu leiktíð,” segir meðal annars í umsögn um Sveindísi.