Nýjast á Local Suðurnes

Fór úr peysunni við akstur og og endaði utanvegar

Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Við það missti hann stjórn á bifreiðinni með framangreindum afleiðingum.

Þá fauk álstigi af bifreið, einnig á Reykjanesbraut, og hafnaði hann á tveimur bifreiðum. Þær skemmdust nokkuð þegar stiginn lenti á þeim.