Nýjast á Local Suðurnes

Gjaldskrárbreytingar hjá Strætó

Þann 1. mars næstkomandi tekur ný gjalsdskrá Strætó gildi, nokkar gerðir farmiða hækka lítillega. Hægt er að kaupa allar gerðir farmiða og korta á vefsíðu Strætó undir flipanum “Kaupa kort” og mögulegt er að greiða fargjöldin með greiðslukorti og fá þau heimsend.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

Græna kortið – 1 mánuður – fer úr 10.900.- í 11.300.-
Rauða kortið – 3 mánuðir  – fer úr 23.900.- í 24.700
Bláa kortið    – 9 mánuðir  – fer úr 56.900.- í 58.700.-

Þá er hægt að fá strætókortin á eftirtöldum stöðum á Suðurnesjum.

10-11 HafnargötuHafnargötu 51, Reykjanesbæ
10-11 LeifsstöðKomusalur, Reykjanesbær
Íþróttamiðstöðin SandgerðiSuðurgötu, Sandgerði
Íþróttamiðstöðin GarðiGarðsbraut, Garði
Íþróttamiðstöðin VogumHafnargötu 17, Vogar á Vatnsleysu
Aðal-Braut söluskáliVíkurbraut 31, Grindavík