Nýjast á Local Suðurnes

Eitt tilboð barst í verkefni upp á milljarð

Ístak átti eina tilboðið sem barst í byggingu tveggja turna, Mars 1 og Mars 2, auk tengibrúar við tengiturn Mars 1 og bráðabirgðatengingu við Mars 2 á Keflavíkurflugvelli, tæplega 1,1 milljarð króna.

Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 1.063.236.014 krónur. Kostnaðaráætlun hönnuða fyrir verkefnið er 793.839.850 krónur, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.

Turnarnir munu þjóna aðalbyggingu SLN18 á Keflavíkurflugvelli  og tengjast landgöngubrúm sem þjóna tveimur hliðunum hvor um sig. Mars 1 er 3 hæðir og er um það bil 643m2 að meðtalinni tengibrú. Mars 2 stækkunin sem er austur af Mars 1 er einnig 3 hæðir og er um það bil 700m2 með bráðabirgðatengingu, segir á útboðsvef Isavia.