sudurnes.net
Eitt tilboð barst í verkefni upp á milljarð - Local Sudurnes
Ístak átti eina tilboðið sem barst í byggingu tveggja turna, Mars 1 og Mars 2, auk tengibrúar við tengiturn Mars 1 og bráðabirgðatengingu við Mars 2 á Keflavíkurflugvelli, tæplega 1,1 milljarð króna. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 1.063.236.014 krónur. Kostnaðaráætlun hönnuða fyrir verkefnið er 793.839.850 krónur, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Turnarnir munu þjóna aðalbyggingu SLN18 á Keflavíkurflugvelli og tengjast landgöngubrúm sem þjóna tveimur hliðunum hvor um sig. Mars 1 er 3 hæðir og er um það bil 643m2 að meðtalinni tengibrú. Mars 2 stækkunin sem er austur af Mars 1 er einnig 3 hæðir og er um það bil 700m2 með bráðabirgðatengingu, segir á útboðsvef Isavia. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSeldu íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum fyrir tæpan milljarð í síðustu vikuMars 1 og 2 komnir í útboðStálmöstur vegna Suðurnesjalínu 2 kosta 170 milljónir krónaSólar sjá um ræstingar næstu fjögur árin21% fjölgun farþega hjá IcelandairSuðurnesjahjón minnka við sig í PlayAldrei verið eins mikil velta á fasteignamarkaði – Selt fyrir 1,4 milljarð á vikuFimm Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur í skotfimiFalla frá kauptilboði í Seylubraut 1