Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar hvattir til að sækja um íbúðir að nýju

Opið er fyrir umsóknir hjá leigufélaginu Bríet fyrir Grindvíkinga og er hægt að sækja um til klukkan 9:00 á föstudaginn 29.desember.   

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, en þar segir að á vef leigufélagsins Bríetar séu Grindvíkingar hvattir til að sækja um að nýju, þar sem fyrri umsóknir gilda ekki. 

Sjá hér fyrir neðan texta sem finna má á vef Bríetar:

  • Við viljum því hvetja þig til að sækja um að nýju, fyrri umsóknir gilda ekki og því verður að senda inn nýja umsókn í hvern íbúðaflokk fyrir sig. 
  • Takmarkað framboð er eftir á Suðurnesjum en eitthvað meira framboð í Árborg og Hveragerði. 
  • Nokkrar íbúðir koma ekki til afhendingar fyrr en í byrjun janúar vegna þess að verið er að leggja lokahönd á frágang þeirra. 
  • Umsóknarfrestur að þessu sinni er til kl. 09:00 á föstudaginn 29. Desember.