Stuðningsmaður Grindavíkur reyndi að lokka Teit Örlygsson til liðsins

Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga í körfuknattleik hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og rétt náði inn í úrslitakeppnina með því að sigra Njarðvíkinga og treysta á að önnur úrslit yrðu hagstæð. Gengi liðsins hefur farið eitthvað illa í stuðningsmann Grindavíkur, Nemanja Latinovic, sem sendi skilaboð á Teit Örlygsson aðstoðarþjálfara Njarðvíkur og bað hann um að taka við stjórn liðsins.
Nemanja Latinovic setti inn skjáskot af samskiptum sínum við Teit á Twitter á dögunum sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, en þar sagði meðal annars:
„Ég er hér sem stuðningsmaður Grindavíkur formlega að biðja þig um að koma bara og redda málunum fyrir okkur.” Sagði í skilaboðum Latinovic sem send voru á Teit.
Teitur afþakkaði boðið enda er hann upptekinn við þjálfun Njaðvíkinga um þessar mundir.
Ég allavega reyndi, held ennþá í vonina… #dominos365 pic.twitter.com/EPBoDfO4oj
— Nemanja Latinovic (@NLatinvovic) March 11, 2016