Nýjast á Local Suðurnes

Flugakademían gerir samstarfssamning við Framtíðina námslánasjóð

Flugakademía Keilis hefur gert samstarfssamning við Framtíðina námslánasjóð hf. sem gefa mun nemendum Keilis, sem hyggjast stunda nám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi, aukin tækifæri til töku námslána fyrir skólagjöldum.

Samkvæmt samningnum mun Framtíðin bjóða upp á námslán til þeirra sem hyggjast stunda nám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. Greitt er fyrir samtvinnaða námið í þremur greiðslum og býðst námsmönnum að taka lán hjá Framtíðinni fyrir allt að helmingi af annarri greiðslunni (EUR 20.690) og allri þriðju greiðslunni (EUR 20.600).

Samningurinn var undirritaður þann 11. mars af Ellerti Arnarsyni stjórnarmanni í Framtíðinni og Rúnari Fossádal Árnasyni forstöðumanni Flugakademíu Keilis.