sudurnes.net
Flugakademían gerir samstarfssamning við Framtíðina námslánasjóð - Local Sudurnes
Flugakademía Keilis hefur gert samstarfssamning við Framtíðina námslánasjóð hf. sem gefa mun nemendum Keilis, sem hyggjast stunda nám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi, aukin tækifæri til töku námslána fyrir skólagjöldum. Samkvæmt samningnum mun Framtíðin bjóða upp á námslán til þeirra sem hyggjast stunda nám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. Greitt er fyrir samtvinnaða námið í þremur greiðslum og býðst námsmönnum að taka lán hjá Framtíðinni fyrir allt að helmingi af annarri greiðslunni (EUR 20.690) og allri þriðju greiðslunni (EUR 20.600). Samningurinn var undirritaður þann 11. mars af Ellerti Arnarsyni stjórnarmanni í Framtíðinni og Rúnari Fossádal Árnasyni forstöðumanni Flugakademíu Keilis. Meira frá SuðurnesjumTónlistarskóli Reykjanesbæjar orðinn sá stærsti á landinuEitt Suðurnesjafyrirtæki fékk styrk úr Samfélagssjóði LandsbankansEitt tilboð barst í verkefni upp á milljarðFá ekki leyfi til að nota auð bílastæði undir bílaleigubílaElvar Már íþróttamaður ársins hjá Barry háskólaStefnt á að nýr skóli taki til starfa í Innri-Njarðvík árið 2017Síldarvinnslan kaupir VísirÞorbjörn hf. greiðir hæsta veiðigjaldið af SuðurnesjafyrirtækjumPíratar og óháðir bjóða fram í ReykjanesbæNjarðvíkingar fá að nota bílastæði við Afreksbraut undir bílaleigubíla