Nýjast á Local Suðurnes

Breiður hópur hagsmunaaðila skoði nýjan skóla á Ásbrú

Sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar hefur lagt til að skipaður verði undirbúningshópur vegna nýs grunnskóla á Ásbrú.

Sviðsstjórinn leggur til að hópurinn samanstandi af breiðum hópi fólks frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum í þeim tilgangi að fá fram sem flestar og fjölbreyttastar hugmyndir um skóla og skólastarf og tengsl skólans við nánasta umhverfi sitt. Gert er ráð fyrir að undirbúningshópurinn taki til starfa í byrjun október 2023 og skili skýrslu í mars 2024.

Menntaráð sveitarfélagsins samþykkti á fundi sínum að skipaður verði undirbúningshópur í samræmi við tillögu sviðsstjóra.