Nýjast á Local Suðurnes

Nýtt bílastæðakerfi við Keflavíkurflugvöll

Isa­via tek­ur upp nýtt bíla­stæðakerfi á Kefla­vík­ur­flug­velli í næstu viku með aðgangs­stýr­ingu sem les bíl­núm­er. Því þarf ekki leng­ur að taka miða þegar keyrt er inn á bíla­stæðin. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyrirtækinu.

Kem­ur þessi nýj­ung í gagnið í næstu viku á skamm­tíma­stæðin P1 og P2, sem eru staðsett brott­fara­meg­in og komu­meg­inn, og einnig verður þetta til staðar á lang­tíma­stæðinu P3 en það eru nokkr­ar vik­ur í það, segir í tilkynningunni.