Nýjast á Local Suðurnes

Áfram lokað á gossvæðinu

Áfram verður lokað inn á gosstöðvarn­ar í dag vegna veðurs. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um.

Þar seg­ir að svæðið verði lokað að minnsta kosti þangað til í fyrra­málið. Ákvörðun um opn­un svæðis­ins verði tek­in á stöðufundi klukk­an 8.30 miðviku­dag­inn 10. ág­úst og til­kynn­ing send á fjöl­miðla í kjöl­farið.

Lokað hefur verið fyrir umferð um svæðið undanfarna daga, það hefur þó ekki stöðvað áhugasama í því að ganga um svæðið og þurftu björgunarsveitir að leita að um 10 manns, erlendum ferðamönnum, í gær.