Nýjast á Local Suðurnes

Lekar í dreifikerfi á Suðurnesjum

Lek­ar hafa komið upp í dreifi­kerfi hita­veit­unn­ar á Suður­nesj­um eftir að heitu vatni var hleypt á svokölluða Njarðvíkuræð í nótt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HS Veit­um en heitt vatn er nú komið á hluta á heim­ila á Reykja­nesskag­an­um. Starfs­menn HS Orku og HS Veitna hafa unnið hörðum hönd­um síðastliðinn sól­ar­hring við að koma nýrri hjá­v­eitu­lögn Njarðvíkuræðar­inn­ar í gagnið.

Í tilkynningunni kemur fram að von sé á frek­ari bil­un­um á lögn­um í dag og næstu daga og að reyn­t verði eft­ir bestu getu að senda SMS upp­lýs­ing­ar til viðskipta­vina þar sem við höf­um þurft að loka fyr­ir heitt vatn.

Þá seg­ir einnig að það muni taka tals­verðan tíma til að ná upp þrýst­ing þannig að all­ir fái vatn en ekki er kom­inn full­ur þrýst­ing­ur á kerfið.

Þjón­ustu­ver HS Veitna verður opið til klukkan 22 í kvöld og tek­ur á móti til­kynn­ing­um í síma 422-5200 eða á net­fangið hsveit­ur@hsveit­ur.is.